Ársskýrsla 1995

Markmið Sjávarútvegsstofnunar

Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands var stofnuð 8. júní 1989 meðreglugerð settri af Menntamálaráðuneyti. Samkvæmt reglugerðinni eru markmið Sjávarútvegsstofnunar eftirfarandi:

病ð efla og samhæfa rannsóknir í sjávarútvegsfræðum við Háskóla Íslands,
病ð stuðlaað samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði sjávarútvegsfræða,
病ð gefa út og kynna niðurstöður rannsókna í sjávarútvegsfræðum,
病ð veita upplýsingar og ráðgjöf í sjávarútvegsmálum,
病ð styðja kennslu og þjálfun í sjávarútvegsfræðum, einkum til meistaraprófs,
病ð gangast fyrir námskeiðum og fyrir-lestrum í sjávarútvegsfræðum.

Stjórn stofnunarinnar skipa:
Dr. Ragnar Árnason, formaður,
prófessor í fiskihagfræði, tilnefndur af viðskipta- og hagfræðideild,
Dr. Gísli Pálsson,
prófessor í mannfræði, tilnefndur af félagsvísindadeild,
Dr. Páll Jensson,
prófessor í rekstrarverkfræði, tilnefndur af verkfræðideild,
Dr. Valdimar K. Jónsson,
prófessor í vélaverkfræði, tilnefndur af háskólaráði,
Logi Jónsson, cand.real.
dósent í lífeðlisfræði, tilnefndur af raunvísindadeild.

Forstöðumaður stofnunarinnar:
Dr. Guðrún Pétursdóttir.


Starfsemi ársins


Í byrjun árs urðu forstöðumannaskipti hjá Sjávarútvegsstofnun H.Í. er Guðrún Pétursdóttir tók við af Erni D. Jónssyni, sem verið hafði forstöðumaður stofnunarinnar frá upphafi.

Sjávarútvegsstofnun hefur starfaðí tæplega sjö ár og starfsemin vaxið ár frá ári. Stofnunin hefur átt þátt í fjölda verkefna sem lúta að rannsóknum, þróun og markaðsmálum í sjávarútvegi.

Í reglugerð eru stofnuninni falin yfirgripsmikil verkefni. Frá upphafi hefur þeirri stefnu verið fylgt,að stofnunin væri öðru fremur þjónustustofnun. Hlutverk hennar er fyrst og fremst að efla rannsóknir í sjávarútvegsfræðum við Háskóla Íslands, samhæfa slíkar rannsóknir og stuðla að sem víðtækustu samstarfi innlendra og erlendra rannsóknaraðila um sjávarútvegsrannsóknir. Annar veigamikill þáttur í starfi Sjávarútvegsstofnunar erað vinna að bættri menntun í sjávarútvegsfræðum hér á landi. Það hefur stofnunin gert meðal annars með umsjón með meistaranámi í sjávarútvegsfræðum innan Háskóla Íslands og með góðu samstarfi við stofnanir utan Háskólans um nýjar leiðir til bættrar menntunar.

Hins vegar hefur ætlunin ekki verið að stofnunin sjálf yrði viðamikil. Á árinu voru fastráðnir starfsmennað eins tveir og árstörf þeirra um 1,5 en að auki vann fjöldi manna að verkefnum á vegum stofnunarinnar.

Á haustdögum flutti Sjávarútvegsstofnun í nýtt húsnæðiað Neshaga 16. Auk fastra starfsmanna hafa meistaranemar í sjávarútvegs-fræðum þar vinnuaðstöðu.

Síðar í skýrslunni er gerð grein fyrir þeim verkefnum sem unnið var að á árinu. Þar eru meðal annarra umfangsmikil samstarfsverkefni við innlenda og erlenda aðila eins og Botndýrarannsóknir á Íslandsmiðum (BIOICE), Markaðsþróun og úrvinnsla fisks í sjávarbyggðum (FMR), Lokuð endurnýtingarkerfi í fiskeldi, Auðlindir og umhverfi, sem er norrænt samstarfsverkefni um fiskveiðisamfélög við Norður-Atlantshaf og Eyjar í Norður- Atlantshafi (NAIP), sem unnið er í samvinnu við háskóla og ýmsa aðra aðila á sjö eyjum í Norður-Atlantshafi.

Áhersla var lögð á áframhaldandi samstarf við innlend iðnaðarfyrirtæki meðöflun markaða í huga og ber þar hæst Gjafavörur á Japansmarkað og Öryggisnet, hvort tveggja verkefni studd af Útflutningsráði, og Flokkunaralgrím, verkefni styrkt af Rannsóknaráði ríkisins.

Í samvinnu viðmatvælafræðiskor H.Í. og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins vann stofnunin að þróun hugmyndar um Matvæla- og sjávarútvegsgarð í Reykjavík, sem er ætlað aðvera miðstöð kennslu, rannsókna, þróunarstarfs og þjónustu í matvæla- og sjávarútvegs-fræðum. Nánari grein er gerð fyrir þessu verkefni síðar í ársskýrslunni.

Auk þátttöku í ofantöldum rannsóknarverkefnum er stofnunin aðili að Fræðasetrinu í Sandgerði, sem var formlega opnaðá árinu, ogað Rannsóknasetri Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum.

Forstöðumaður var tilnefndur af Iðnaðarráðuneyti í starfshóp sem kanna átti hvort, og með hvaða hætti, Íslendingar gætu tekiðaðsér rekstur Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Nefndin skilaði skýrslu til utanríkisráðherra í október 1995.

Einnig á forstöðumaður sæti í Norræna vinnuhópnum um sjávarútvegsrannsóknir (NAF), sem er ráðgefandi fyrir Norrænu ráðherranefndina. NAF fundaði tvisvar á árinu, í Grænlandi og Kaupmannahöfn.

Meistaranám í sjávarútvegsfræðum var í fyrsta skipti í boði viðHáskóla Íslands haustið1994. Sjávarútvegsstofnun hefur umsjón meðnáminu. Um erað ræða þverfaglegt, rannsóknartengt tveggja ára nám, ætlaðþeim sem þegar hafa lokiðfyrstu háskólagráðu eða hafa sambærilega menntun.

Alþjóðlegt samstarf hefur veriðfjölþætt. Þar ber hæst norræn samvinnuverkefni, en einnig hefur stofnunin átt frumkvæðiað eða tekiðþátt í rannsóknarverkefnum á vegum Evrópubandalagsins. Á árinu voru undirritaðir samstarfssamningar viðfrönsku hafrannsóknarstofnunina IFREMER; taívanska sjávarútvegs-háskólann National Taiwan Ocean University; og í tengslum viðsameiginlegt rannsóknarverkefni um eyjar í Norður-Atlantshafi var undirritaður samstarfssamningur Háskóla Íslands og Memorial University á Nýfundnalandi, University of Prince Edward Island, Kanada og Verslunarháskólans í Kaupmannahöfn.

Þótt vel hafi tekist til á mörgum verkefnasviðum Sjávarútvegs-stofnunar eru forráðamenn hennar þeirrar skoðunarað æskilegt séað efla útgáfustarf og grunnrannsóknir á hennar vegum. Þröngur fjárhagur setur mark sitt á allt starf stofnunarinnar, en mun fleiri verkefni berast henni en hún nærað anna viðnúverandiað stæður.


Fjármál Sjávarútvegsstofnunar


Starfsemi Sjávarútvegsstofnunar óx hratt fyrstu árin en hefur síðastliðin þrjú ár veriðnokkuðstöðug, sé litiðtil heildartekna. Stofnunin fer meðumsýslu fjármála flestra rannsóknarverkefna sem hún tekur þátt í. Meðfylgjandi súlurit sýnir fjárhagslegt umfang stofnunarinnar síðastliðin fimm ár.

Rekstur stofnunarinnar sjálfrar er fjármagnaður annars vegar af fjárveitingum til H.Í. og hins vegar af ýmsum sértekjum frá fyrirtækjum, stofnunum og innlendum og erlendum rannsóknasjóðum.


Úttektir og skýrslur

Skýrsla um Matvæla- og sjávarútvegsgarð, miðstöðháskólakennslu, rannsókna, þróunarstarfs og þjónustu kom út í maí.að skýrslunni stóðu Háskóli Íslands og Rannsókna-stofnun fiskiðnaðarins.

Sjávarútvegsstofnun áttiað ildað skýrslu um mögulega stofnun Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Auk forstöðumanns voru í starfshópnum Ingvar Birgir Friðleifsson, Björn Matthíasson, Kári Jóhannesson, Grímur Valdimarsson og Benedikt Steingrímsson. Skýrslunni, United Nations University Fisheries Training Centre, var skilaðtil utanríkisráðherra í október.

Árið1994 fól ríkisstjórnin fjórum stofnunum Háskóla Íslandsað skrifa skýrslu um Ísland og Evrópusambandið. Þáttur Sjávarútvegsstofnunar í þeirri skýrslu fjallar um styrkjakerfi Evrópusambandsins og samkeppnisstöðu íslensks sjávar-útvegs. Skýrslan er í heild 336 síður og gefin út af Háskólaútgáfunni 1995.


Ráðstefnur, málþing og fundir

Málþing um sjávarútvegssögu var haldiðí Vestmannaeyjum í maí í samvinnu viðkennara og nemendur í sagnfræði.

Ráðstefna um eignarrétt í sjávarútvegi (Property rights in the fishing industry) var haldin í Reykjavík í september í samvinnu viðfjölþjóðlegan rannsóknarhóp á vegum Evrópusambandsins.


Þróunar- og samstarfsverkefni

Stjórn fiskveiða, markaðsþróun og úrvinnsla fisks í sjávarbyggðum
Verkefniðfólst í úttekt á þeim byggðum Norðurlanda sem byggja afkomu sína á veiðum og vinnslu sjávarfangs. Niðurstöður fyrsta hluta verkefnisins voru birtar í bókunum Fiskerinæringens hovedtrekk - landsanalyser (Nord 1992:30) og Den genstridige tilpasning (NordRefo). Annar hluti verkefnisins var ítarleg úttekt á mikilvægustu einkennum svæðisins meðhliðsjón af aukinni verðmætasköpun í heimabyggð. Norðmenn fjölluðu umað skilnaðveiða og vinnslu og hvernig heimsmarkaðurinn fyrir fisk sem hráefni erað eflast, meðBarentssvæðiðsem dæmi. Danir gerðu úttekt á kostnaðarsamsetningu í vinnslu bolfisks á Jótlandi, auk þessað greina breytingar á dreifi- og söluleiðum fisks í Evrópu. Færeyingar fjölluðu um kreppuaðgerðir í færeyskri fiskvinnslu og Íslendingar fjölluðu um þróun fullvinnslu, einkum á Íslandi. Verkefninu lauk meðráðstefnu sem haldin var á Bornholm í nóvember undir yfirskriftinni "Resources, markets and local production" og var hún vel sótt. Fyrirlestrar verða gefnir út af NordRefo undir sömu yfirskrift.
Verkefniðvar styrkt af Norrænu ráðherranefndinni, Norrænu byggðarannsóknastofnuninni, Vestnorræna sjóðnum, Landsvæðisnefnd Norður Noregs og NÄRP.
Verkefnisstjóri: Örn D. Jónsson, fyrrv. forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar.


Lokuð endurnýtingarkerfi í fiskeldi
Undanfarin ár hefur veriðunniðaðþvíað athuga meðhvaða hætti nota megi jarðvarma í fiskeldi. Lengst af hefur veriðlitiðsvo áað heitt vatn væri einn þeirra þátta sem gerði Íslandað ákjósanlegu fiskeldislandi. Enn sem komiðer hefur jarðvarminn ekki haft þá þýðingu sem vænst var. Hluti af skýringunni liggur í kostnaði viðnýtingu orkunnar. Um árabil hefur veriðí undirbúningi verkefni þar sem saman er tekin sú þekking sem til er um lokuðendur-nýtingarkerfi. Verkefniðer unniðmeðinnlendum laxeldisfyrir-tækjum, en einnig verða gerðar tilraunir meðeldi hlýsjávarfiska og hefur barri (Sea Bass) orðiðfyrir valinu. Barraseiði voru flutt til landsins og tilraunaeldi fer fram í eldisaðstöðu Máka hf. á Sauðárkróki.
Verkefniðer unniðí samstarfi viðSilfurstjörnuna hf. í Öxarfirði, Máka hf. á Sauðárkróki og IFREMER í Frakklandi.
Verkefnisstjóri: Guðmundur Örn Ingólfsson, sjávarlíffræðingur og framkvæmdastjóri Máka.


Botndýrarannsóknir á Íslandsmiðum
RannsóknaverkefniðBotndýr á Íslandsmiðum (BIOICE) hófst árið1991. Markmiðþess erað rannsaka hvaða botndýrategundir lifa innan íslenskrar efnahagslögsögu, skrá útbreiðslu þeirra, magn og tengsl þeirra viðaðrar lífverur sjávar.
Farnir hafa veriðtíu rannsóknarleiðangrar, þar af tveir á árinu 1995. Auk skipa Hafrannsóknastofnunarinnar hafa norsk og færeysk rannsóknaskip safnaðsýnunum. Sýnin eru flokkuðí rannsóknastöðverkefnisins í Sandgerði. Eftirað hafa veriðflokkuðí um 50 fylkingar og flokka, eru stærstu hóparnir flokkaðir lengra niður í um 100 ættir. Síðan eru allir hópar sendir til sérfræðinga á hverju sviði. Um 75 sérfræðingar hafa tekiðaðsérað greina sýnin til tegunda. Flestir eru þessir sérfræðingar erlendis en nokkur hluti verður greindur af innlendum sérfræðingum.
Í Rannsóknastöðinni í Sandgerði hefur einnig veriðunniðaðöðrum verkefnum. Þar hafa veriðgreind magasýni fyrir fjölstofna-rannsóknir Hafrannsóknastofnunarinnar og veriðunniðaðsmærri verkefnum fyrir Líffræðistofnun Háskóla Íslands. Í lok ársins 1995 störfuðu þar 11 manns í 8 stöðugildum.
Innlendir þátttakendur í verkefninu eru Umhverfisráðuneytið, Hafrannsóknastofnunin, Náttúrufræðistofnun, Líffræðistofnun Háskólans, Sandgerðisbær og Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands. Erlendir þátttakendur eru Háskólinn og Dýrafræðisafniðí Kaupmannahöfn, Háskólinn og Náttúrufræðisafniðí Stokkhólmi, Háskólinn í Bergen, Háskólinn í Þrándheimi, Rannsóknastöðinað Kaldbak í Færeyjum, Fiskirannsóknastofan í Færeyjum og Háskólinn í Helsinki. Auk þess tengjast verkefninu allmargir vísindamenn til viðbótar frá Evrópu og Bandaríkjunum. Vinnufundir hafa veriðhaldnir um flokkun og greiningu skeldýra (1993), burstaorma (1994) og marflóa (1995). Þátttakendur voru sex 1993, fimmtán árið1994 og tólf árið1995, allir sérfræðingar eða háskólanemar. Flestir voru þeir frá Norðurlöndum en einnig frá öðrum Evrópulöndum og Bandaríkjunum.
Verkefniðer fjármagnaðaf Umhverfisráðuneytinu, Hafrannsóknastofnuninni, Sandgerðisbæ, Fiskveiðasjóði Íslands, Háskóla Íslands, Háskólanum í Bergen, Norræna sjávarlíffræðiráðinu, Fiskirannsóknastofu og Rannsóknastöðinniað Kaldbak í Færeyjum, Vestnorræna sjóðnum, Rannsóknarráði Íslands og Norrænu ráðherranefndinni.
Verkefnisstjóri: Guðmundur V. Helgason, M. sc.


Auðlindir og umhverfi
Norrænt samstarfsverkefni um fiskveiðisamfélög viðNorður- Atlantshaf. Tekiðer miðaf kenningum um nýtingu almenninga, umhverfisvanda og viðhorf til eignarréttar og opinberrar stjórnunar. Íslenski hlutinn beinistað þeim breytingum sem átt hafa sér staðá síðustu árum í sjávarútvegi Íslendinga og orðræðu þeirra um auðlindir hafsins og nýtingu á þeim. Áhersla er lögðá þorskveiðar og félagsleg áhrif kvótakerfis, breytingar á skiptingu aflaheimilda og pólitísk átök og siðferðilegar deilur um viðskipti meðaflaheimildir.
Verkefniðhefur hlotiðstyrki frá Norrænu samstarfsnefndinni um ransóknir á sviði félagsvísinda (NOS-S), Norrænu áætluninni um rannsóknir á umhverfismálum (Nordic Environmental Research Programme), Vísindasjóði og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Verkefninu lýkur á árinu 1996. Niðurstöður úr sumum þáttum þess hafa veriðbirtar í dagblöðum hér á landi og nokkrar greinar og bókarkaflar bíða birtingar á alþjóðavettvangi. Stefnt erað ritun bókarað verkefni loknu.
Þátttakendur eru frá Danmörku, Noregi, Svíþjóðog Íslandi.
Verkefnisstjóri: Dr. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði.


Fiskifræði sjómanna
Rannsóknin fjallar um þekkingu sjómanna, einkum skipstjóra og stýrimanna, á því vistkerfi sem þeir nýta, eðli hennar og þýðingu. Áhersla er lögðáað kanna í hverju þekking sjómanna er fólgin, hvernig hennar er aflað,að hve miklu leyti viðhorf til hennar hafa breyst undanfarna áratugi, hvernig hún nýtist viðstjórn fiskveiða um þessar mundir og hvort nýta mætti hana betur en nú er gert. Gagna er aflaðmeðviðtölum og þátttökuathugun, einkum í Vestmannaeyjum og Sandgerði, en einnig verður stuðst viðtölulegar upplýsingar og ritaðar heimildir. Niðurstöður verða bornar saman viðniðurstöður rannsókna félagsvísindamanna á hliðstæðum viðfangsefnum í öðrum samfélögum. Rannsóknin hefur bæði vísindalegt og hagnýtt gildi. Henni er ætlaðaðstuðlaað auknum skilningi á eðli starfsnáms, þekkingaröflun viðfiskveiðar og hvernig megi sem best nýta alþýðlega þekkingu viðstjórnun auðlinda.
Undirbúningur verkefnisins hófst árið1994 og gert er ráðfyrirað því ljúkiað þremur árum liðnum.
Rannsóknin er styrkt af RANNÍS og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og er unnin í tengslum viðRannsóknasetur Vestmannaeyjabæjar og H.Í. í Vestmannaeyjum.
Rannsóknin er í umsjón Dr. Gísla Pálssonar, prófessors í mannfræði.


Temprun ammóníaks viðhátt hlutfall endurnýtingar sjávar í eldi laxfiska
Á undanförnum árum hefur Silfurstjarnan h.f. gert tilraunir meðaðendurnýta vatn til eldis á laxi og bleikju í samvinnu viðLoga Jónsson, dósent í lífeðlisfræði. Þessar tilraunir hafa framað þessu miðast viðaðtaka vatn frá seiðakerjum, grófhreinsa vatniðog lofta út fría kolsýru og nota aftur á stóran fisk, en síðan fer vatniðút í frárennsli stöðvarinnar. Miðaðhefur veriðvið60% endurnýtingu og 40% endurnýjun vatns. Þessar tilraunir lofa góðu og er ekki merkjanlegur munur á vexti fiskanna miðaðviðeinnotaðvatn. Virðist því hér um hagkvæman kostað ræða, bæði vegna mikils kostnaðar viðaðbora og virkja borholur og einnig vegna mikils orkukostnaðar viðaðsækja vatn djúpt í jörðu. Meðaukinni endurnýtingu sjávar í eldiskerjum (minni endurnýjun) má búast viðaðuppsöfnun ammóníaks í eldiskerfinu verði næsti þröskuldur. Verkefniðer unniðí samvinnu viðSjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands og Máka h.f. á Sauðárkróki og miðarað þvíað kanna virkni lífhreinsis viðtiltölulega lágt hitastig (10-12ーC). Stefnt erað þvíað náað endurnýta alltað 75% (25% endurnýjun) af sjó sem streymir inn í eldisker. Fylgst verður meðafköstum á reynslutímanum og fylgst náiðmeðþrifum fiska og þau borin saman viðþrif fiska sem aldir eru í gegnumstreymiskerfi.
Verkefniðer styrkt af Rannsóknarráði Íslands.
Verkefniðverður unniðaf Theódór Kristjánssyni líffræðingi sem RannsóknarráðÍslands styrkir sem tæknimann í fyrirtæki.
Verkefnistjóri: Benedikt Kristjánsson, framkvæmdastjóri Silfurstjörnunnar.


Flokkunaralgrím
Þetta verkefni var unniðí samvinnu Háskóla Íslands og Marel hf. og fjallaði um þróun nýrra reikniaðferða fyrir flokkun, tölvusjón og samval fiskbita. Í matvælaiðnaði, ekki síst í fiskiðnaði, er vaxandi þörf fyrir tæki sem geta á sjálfvirkan og hraðvirkan hátt flokkaðhluti, t.d. fiskbita eða kjúklingaparta, eftir þyngd og/eða lögun og valiðsaman í skammta sem uppfylla tiltekin skilyrði. Mikilvægt erað samvaliðvirki hratt og örugglega og gefi sem minnsta yfirvigt. Hjá Háskólanum komu fram nýjar hugmyndir um reiknitækni fyrir flokkun og samval, sem byggðust á líkindafræði og bestun. Í verkefninu tókstað þróa þessar hugmyndir þannigað þær endurbættu mjög verulega ákvarðanatöku í sjálfvirkum flokkurum og samvalsvogum. Eruað ferðir þessar nú innbyggðar í þeim tækjum sem Marel hf. framleiðir fyrir fiskvinnslu og kjúklingaiðnaðvíða um heim.
Verkefniðvar styrkt af Rannsóknaráði ríkisins og lauk því árið1995.
Verkefnisstjóri: Dr. Páll Jensson, prófessor í iðnaðarverkfræði.


Matvæla- og sjávarútvegsgarður
Erlendis er þaðaðfærast í vöxt,að fyrirtæki sameinist viðaðkoma upp vöruþróunarmiðstöðvum, í samvinnu viðháskóla ogað rar rannsóknarstofnanir. Þetta á bæði viðum stór fyrirtæki og smærri, sem sjá sér hag í slíkri samvinnu.
Hugmyndinað baki Matvæla- og sjávarútvegsgarði er af svipuðum toga spunnin. Veriðerað kanna möguleika á þvíað Háskóli Íslands færi starfsemi sína tengda matvælafræði og sjávarútvegi í næsta nágrenni viðstærstu rannsóknarstofnanir landsins á þessum sviðum, Hafrannsóknarstofnunina og Rannsóknastofnun fiskiðnað-arins, meðþaðí hugaað aðrar rannsóknarstofnanir sem vinna á svipuðu sviði taki einnig þátt í verkefninu. Markmiðiðerað byggja sterkari heildir meðþvíað samnýta tækjakost, bókasöfn, tölvuver og húsnæði og síðast, en ekki síst, meðþvíað leiða menn saman. Auk kennslu og rannsókna væri sérstaklega hugaðaðsamstarfi viðfyrirtæki, sem gætu leigtað stöðu til vöruþróunar í lengri eða skemmri tíma og fengiðsérfræðiaðstoðeftir þörfum. Hugmyndin var borin undir forráðamenn ýmissa fyrirtækja í matvælaiðnaði og fékk góðar viðtökur.
Skýrsla um Matvæla-og sjávarútvegsgarðkom út í maí, og var kynnt m.a. fyrir ríkisstjórn og atvinnumálanefnd Reykjavíkur. Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands fólu síðan verkfræðistofunni VSÓað gera úttekt á fýsileika þessarar framkvæmdar haustið1995.
Verkefnisstjórar:
Dr. Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor í matvælafræði
Dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar H.Í.


Eyjar í Norður-Atlantshafi
Sjávarútvegsstofnun vinnur að sameiginlegri rannsókn með eyjaskeggjum frá sex öðrum eyþjóðum í Norður-Atlantshafi: á Prince Edward Island, Nýfundnalandi, Grænlandi, Færeyjum, eynni Mön og Álandseyjum. Í þriggja-ára rannsóknarverkefni verður borið saman hvernig tekið hefur veriðá ýmsum málaflokkum sem hafa sérstaka þýðingu fyrir byggðog atvinnulíf á eyjum. Rannsóknarsviðin eru fimm: samanburður á stjórnskipulegri stöðu eyjanna; sjávarútvegur og útflutningur matvæla; uppbygging og útflutningur þekkingar og tengdrar iðnaðarvöru; viðfangsefni og rekstur smárra og meðalstórra fyrirtækja; ferðamennska.
Hugmyndin erað þessar norðlægu eyþjóðir geti lært nokkuðhver af annarri. Þær séu frábrugðnar meginlandsþjóðum, búi á ýmsan hátt viðsvipaðarað stæður og geti deilt meðsér reynslu, bæði af sameiginlegum vanda og ýmsum sterkum hliðum eyþjóða.
Heildarumsjón verkefnisins er í höndum Institute of Island Studies viðUniversity of Prince Edward Island, Kanada. Umsjón meðþætti Íslands hafa Dr. Sigfús Jónsson rekstrarráðgjafi og Dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar H.Í.


Samstarf Háskóla Íslands og Vestmannaeyja
Samstarf Vestmannaeyjabæjar og Háskóla Íslands um rekstur rannsóknaseturs í Vestmannaeyjum hófst í ágúst 1993.
Starfsemi rannsóknasetursins var fjölbreytt á árinu. Meðal margra rannsóknaverkefna sem þar voru unnin má nefna verkefnið líffræði og hrygingaratferli loðnunnar, sem var unniðaf nemendum Fjölbrautarskólans í eyjum undir stjórn forstöðumanns. Verkefnið hlaut 1. verðlaun í Hugvísi, hugmyndasamkeppni ungra vísindamanna í vísindum og tækni og 3. verðlaun í Evrópukeppni ungra vísindamanna. Önnur rannsóknaverkefni voru: vöxtur, tímgun og annars stigs framleiðni í tíma og rúmi hjá botndýrum í tengslum við árstíðabundnar sveiflur í fæðuframboði; bestun vatnsnýtingar í frystiiðnaðinum; ætishljóð þykkvalúru.
Nokkrir gestafyrirlestrar og námskeiðvoru haldnir í setrinu.
Forstöðumaður útibús H.Í. í Vestmanneyjum er Páll Marvin Jónsson Cand.Sci. en stjórnarformaður samstarfsins er Dr. Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor í eðlisfræði viðHáskóla Íslands.


Meistaranám í sjávarútvegsfræðum
Haustið1994 hófu fyrstu tveir nemendurnir meistaranám í sjávarútvegsfræðum viðHáskóla Íslands. Um erað ræða tveggja ára þverfaglegt og rannsóknartengt nám, opiðþeim sem þegar hafa lokiðfyrstu háskólagráðu eða hafa sambærilega menntun. Námiðskiptist í þrjá hluta; kjarna sem nemur 20 einingum (e); sérsvið10-20e; og rannsóknarverkefni 20-30e. Helstu markmiðnámsins eruað veita vandaða hagnýta og fræðilega menntun til starfa á hinum ýmsu sviðum sjávarútvegs og stoðgreinum hans og í öðru lagiað veita meðnáminu góðan undirbúningað frekara háskólanámi, m.a. doktorsnámi.
Haustið1995 bættust 4 meistaranemar í hópinn.
Brýnt erað tryggja nauðsynlegar fjárveitingar til meistaranámsins, sem til þessa hefurað mestu veriðrekiðmeðvelvild og á kostnaðþeirra deilda semað náminu koma, án þessað fullnægjandi greiðslur komi á móti.


Samstarf viðsjávarútvegsháskóla í Taívan
Sjávarútvegsstofnun undirritaði samning um rannsóknasamstarf og nemenda- og kennaraskipti viðSjávarútvegsháskólann í Taívan ásamt meðRannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Háskólanum á Akureyri. Af því tilefni kom rektor National Taiwan Ocean University ásamt fylgdarliði til landsins í maí.


Útgáfur

1990
Þorkell Helgason, Örn D. Jónsson (ritstj.): Hagsæld í húfi.
Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan,
Reykjavík 1990.

1991
Noralv Veggeland (ritstj.): Når fisken svigter.
NordRefo, Akademisk forlag,
Kaupmannahöfn 1991.

Ragnar Árnason, Trond Björndal (ritstj.):
Essays on the Economics of Micratory Fish Stocks.
Springer Verlag,
Berlin 1991.

1992
Snjólfur Ólafsson, Þorkell Helgason, Stein W. Wallace,
Ebba Þóra Hvannberg (ritstj.):
Nordic Fisheries Management Model - Comprehensive Description.
Nordiske Seminar og Arbejdsrapporter, 1992:501,
Kaupmannahöfn 1992.

Örn D. Jónsson (ritstj.): Whales & Ethics.
Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan,
Reykjavík 1992.

Gísli Pálsson, Ragnar Árnason, Örn D. Jónsson (ritstj.):
Stjórn fiskveiða og skipting fiskveiðiarðsins.
Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan,
Reykjavík 1992.

Bjørn Hersoug (ritstj.): Fiskerinæringens hovedtrekk
Landsanalyser av Danmark, Færøyene, Grønland, Island og Norge.
Nord 1992:30,
Kaupmannahöfn 1992.


1993
Kjartan Magnússon, Örn D. Jónsson (ritstj.):
Nordic Workshop on Predation Processes and Predation Models.
Nordiske Seminar og Arbejdsrapporter, 1993:572,
Kaupmannahöfn 1993.


1994
Stein W. Wallace, Snjólfur Ólafsson (ritstj.):
The Nordic Fisheries Management Model - Description and Experience.
Nord 1994:4,
Kaupmannahöfn 1994.


1995
Guðrún Pétursdóttir, Ágústa Guðmundsdóttir og Grímur Valdimarsson:
Matvæla- og sjávarútvegsgarður.
Háskóli Íslands og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, 1995.

Styrkjakerfi Evrópusambandsins og samkeppnisstaða íslensks sjávarútvegs.
Í Ísland og Evrópusambandið. Skýrslur fjögurra stofnana Háskóla Íslands.
Háskólaútgáfan, 1995.