Ársskýrsla 1996

Markmið Sjávarútvegsstofnunar

Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands var stofnuð 8. júní 1989 með reglugerð settri af Menntamálaráðuneyti. Samkvæmt reglugerðinni eru markmið Sjávarútvegsstofnunar eftirfarandi:

• að efla og samhæfa rannsóknir í sjávarútvegsfræðum við Háskóla Íslands,
• að stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði sjávarútvegsfræða,
• að gefa út og kynna niðurstöður rannsókna í sjávarútvegsfræðum,
• að veita upplýsingar og ráðgjöf í sjávarútvegsmálum,
• að styðja kennslu og þjálfun í sjávarútvegsfræðum, einkum til meistaraprófs,
• að gangast fyrir námskeiðum og fyrir-lestrum í sjávarútvegsfræðum.

Stjórn stofnunarinnar skipa:
Dr. Páll Jensson, formaður,
prófessor í rekstrarverkfræði, tilnefndur af verkfræðideild,
Dr. Gísli Pálsson,
prófessor í mannfræði, tilnefndur af félagsvísindadeild,
Logi Jónsson, cand.real.
dósent í lífeðlisfræði, tilnefndur af raunvísindadeild.
Dr. Ragnar Árnason,
prófessor í fiskihagfræði, tilnefndur af viðskipta- og hagfræðideild,
Dr. Valdimar K. Jónsson,
prófessor í vélaverkfræði, tilnefndur af háskólaráði,

Forstöðumaður stofnunarinnar:
Dr. Guðrún Pétursdóttir.Verkefni Sjávarútvegsstofnunar

Langtímaverkefni

Matvæla- og sjávarútvegsgarður
hefur verið meðal viðamestu verkefna stofnunarinnar á undanförnum árum. Það er mjög umfangsmikið og varðar þróun sjávarútvegs- og matvælafræða á Íslandi, hagræðingu í starfi H.Í. og aukið samstarf við rannsóknarstofnanir á þessum sviðum.

Frá 1995 hefur verið unnið að hagræðingu í rekstri HÍ með því að flytja matvælafræðiskor, Sjávarútvegsstofnun og tengdar greinar í næsta nágrenni við Hafrannsóknastofnunina og Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins að Skúlagötu 4. Markmiðið er að nýta þær fjárfestingar sem þar eru fyrir.

Hugmyndin hefur verið kynnt á fjölda funda innan og utan H.Í., bæði á vegum Háskólans og annarra stofnana og ráðuneyta; talað hefur verið við flesta ráðherra ríkisstjórnarinnar og marga þingmenn, við talsmenn um 40 fyrirtækja o.s.frv.

Sjávarútvegsstofnun hefur unnið að fjórum skýrslum um málið, einkum í samvinnu við Ágústu Guðmundsdóttur prófessor í matvælafræði. Í þeim fyrstu var hugmyndin kynnt, síðar vann Verkfræðistofa VSÓ skýrslu fyrir Reykjavíkurborg og HÍ, og haustið 1996 hefur verið unnið að skýrslu starfshóps sjávarútvegsráðherra sem varðar málið óbeint.

Verði af þessum framkvæmdum mun það gerbreyta aðstöðu til kennslu og rannsókna í matvæla- og sjávarútvegsgreinum, ekki aðeins innan HÍ heldur hjá öðrum sem vinna á þessu sviði. Það mun hafa mikla hagræðingu í för með sér og styrkja allt umhverfi þessara greina.

Háskólaráði var kynnt staða mála í maí 1996 og lýsti það eindregnum stuðningi sínum við áformin og veitti rektor heimild til að ráða starfsmann til að vinna sérstaklega að þessu verkefni. Af því hefur þó ekki orðið.

Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna
Sjávarútvegsstofnun tók þátt í starfi undirbúningsnefndar á vegum Utanríkisráðuneytisins um möguleika Íslendinga á að taka að sér Sjávarútvegsskóla Háskóla Sþ. Um er að ræða "post-graduate"-nám og eðlilegt að HÍ kæmi að skipulagningu þess þegar á frumstigi. Starfið skilaði þeim árangri, að fjölþjóðleg nefnd á vegum United Nations University mælti með að Sjávarútvegsskóli Háskóla Sþ verði starfræktur hér á landi. Þess er vænst að samningur verði undirritaður í byrjun árs 1997.

Það traust sem Íslendingum er sýnt með þessu skiptir miklu, ekki aðeins fyrir þróun menntunar í sjávarútvegsfræðum hér á landi, heldur fyrir hvers konar útflutning sem tengist sjávarútvegi. Segja má, að hér sé um gæðastimpil að ræða sem getur auðveldað Íslendingum markaðsstarf á ýmsum sviðum sjávarútvegs. Einnig getur þessi skóli orðið mikil lyftistöng fyrir menntun á sviði sjávarútvegs hér á landi, því sú vinna sem verður lögð í hann getur nýst íslenskum nemendum ekki síður en erlendum.
Forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar HÍ hefur átt sæti í 5 manna nefnd sjávarútvegsráðherra sem gera á tillögur um húsnæðismál Sjávarútvegsháskólans.

Þróunarskóli H.Í.
Í kjölfar undirbúningsstarf fyrir Sjávarútvegsskóla Háskóla Sþ og í ljósi viðræðna við ýmsa gesti frá þróunarlöndunum hefur Sjávarútvegsstofnun HÍ sett fram hugmynd um að setja á stofn Þróunarskóla Sjávarútvegsins hér á landi. Hann tæki að sér að skipuleggja og halda námskeið í ýmsum greinum tengdum sjávarútvegi fyrir þá aðila í þróunarlöndunum sem ekki gætu nýtt sér Sjávarútvegsskóla Sþ, sem er ætlað að vera eingöngu fyrir þá sem þegar hafa lokið fyrstu háskólagráðu (post-graduate). Fyrstu tillögur um þróunarskóla hafa verið unnar og kynntar ýmsum sem málið varðar, m.a. Birni Dagbjartssyni og Ólafi Einarssyni hjá Þróunarsamvinnu-stofnun Íslands, einnig Jónasi Haralz, sem vinnur að úttekt á sömu stofnum, - og loks utanríkisráðherra Halldóri Ásgrímssyni. Hugmyndin er í frekari vinnslu.

North Atlantic Islands Programme
NAIP er samstarf sjö eyþjóða í Norður-Atlantshafi um kennslu, rannsóknir og viðskipti. Þetta verkefni hefur verið í gangi frá 1995 og taka þátt í því háskólar, aðrar stofnanir og fulltrúar atvinnulífisins frá eftirtöldum eyjum: Nýfundnalandi, Prince Edward Island, Grænlandi, Færeyjum, Álandseyjum og eynni Mön, auk Íslands. Samstarfið felur m.a. í sér úttekt á stjórnskipulagi og atvinnuháttum, og verkefni varðandi smáiðnað, útflutning á þekkingu, uppbyggingu ferðaiðnaðar og ýmsar hliðar sjávarútvegs og eldis sjávardýra.

Forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar HÍ á sæti í stjórn verkefnisins ásamt Dr. Sigfúsi Jónssyni hjá Nýsi h.f. Fjölmörg verkefni eru í gangi, á sviði sjávarútvegs má einkum nefna samstarf um að bæta nýtingu sjávarafurða í veiðum og vinnslu (Waste reduction in the fisheries), og á sviði ferðamála er unnið að verkefni um að markaðsfærslu nýrrar flugleiðar frá Kanada um Ísland til Evrópu, en til þessa hafa íbúar Atlantshafsfylkja Kanada að mestu þurft að fljúga til Toronto á leið sinni til Evrópu.

Það styrkir mjög NAIP hvað samstarf við opinbera aðila, einkum ráðuneyti viðkomandi málaflokka, hefur verið gott.
Auk ofangreindra rannsóknarverkefna stendur NAIP að útgáfu, bæði bóka og fréttabréfs sem kemur út reglulega, og heldur fundi og ráðstefnur. Sjávarútvegsstofnun HÍ tók þátt að skipuleggja og halda 10 daga sumarskóla á vegum NAIP á Prince Edward Island í ágúst 1996. Um 50 fræðimenn víða að sóttu sumarnámskeiðið sem þótti takast mjög vel.

Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning
Forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar er einn þriggja fulltrúa Íslands í þessari nefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, sem er ætlað að gera tillögur um norrænar rannsóknir á sviði sjávarútvegs og skyldra greina. Nefndin setur fram drög að stefnumótun og metur umsóknir um styrki til sjávarútvegsrannsókna, sem veittir eru tvisvar á ári. Einnig gefur NAF út skýrslur og rit og heldur ráðstefnur og fundi (sjá kaflann XXXXX)

Botndýr á Íslandsmiðum (BioIce)
er mjög umfangsmikið rannsóknarsverkefni sem Sjávarútvegsstofnun er aðili að. Markmið verkefnisins er að kortleggja botndýralíf í íslensku lögsögunni og koma upp varanlegum gagnagrunni með tilheyrandi safni sýna.
Innlendir þátttakendur í verkefninu eru Umhverfisráðuneytið, Hafrannsóknastofnunin, Náttúrufræðistofnun, Líffræðistofnun Háskólans og Sjávarútvegsstofnun, auk Sandgerðis-bæjar, sem veitt hefur verkefninu ómetanlegan stuðning.. Erlendir þátttakendur eru Háskólinn og Dýrafræðisafnið í Kaupmannahöfn, Háskólinn og Náttúrufræðisafnið í Stokkhólmi, Háskólinn í Bergen, Háskólinn í Þrándheimi, Rannsóknastöðin að Kaldbak í Færeyjum, Fiskirannsóknastofan í Færeyjum og Háskólinn í Helsinki. Auk þess tengjast verkefninu allmargir vísindamenn til viðbótar frá Evrópu og Bandaríkjunum.
Farnir hafa verið 13 rannsóknarleiðangrar, þar af einn á árinu 1996. Auk skipa Hafrannsóknastofnunarinnar hafa norsk og færeysk rannsóknaskip safnað sýnunum. Sýnin eru flokkuð í rannsóknastöð verkefnisins í Sandgerði. Eftir að hafa verið flokkuð í um 50 fylkingar og flokka, eru stærstu hóparnir flokkaðir lengra niður í um 100 ættir. Síðan eru allir hópar sendir til sérfræðinga á hverju sviði. Um 75 sérfræðingar hafa tekið að sér að greina sýnin til tegunda. Flestir eru þessir sérfræðingar erlendis en nokkur hluti verður greindur af innlendum sérfræðingum.
Í Rannsóknastöðinni í Sandgerði hefur einnig verið unnið að öðrum verkefnum. Þar hafa verið greind magasýni fyrir fjölstofna-rannsóknir Hafrannsóknastofnunarinnar og verið unnið að smærri verkefnum fyrir Líffræðistofnun Háskóla Íslands. Í lok ársins 1996 störfuðu þar 12 manns í 9 stöðugildum.
Verkefnið er fjármagnað af Umhverfisráðuneytinu, Hafrannsóknastofnuninni, Sandgerðisbæ, Fiskveiðasjóði Íslands, Háskóla Íslands, Háskólanum í Bergen, Norræna sjávarlíffræðiráðinu, Fiskirannsóknastofu og Rannsóknastöðinni að Kaldbak í Færeyjum, Vestnorræna sjóðnum, Rannsóknarráði Íslands og Norrænu ráðherranefndinni.
Sjávarútvegsstofnun var einn af frumkvöðlum þessa verkefnis, sem hófst árið 1992, og tekur þátt í mótun framtíðarþróunar, aðstoðar við að afla styrkja, kynna verkefnið o.s.frv. Ennfremur sér Sjávarútvegsstofnun um stóran hluta bókhalds verkefnisins.
Verkefnisstjóri: Guðmundur V. Helgason, M. sc.


Auðlindir og umhverfi
Norrænt samstarfsverkefni um fiskveiðisamfélög við Norður- Atlantshaf. Tekið er mið af kenningum um nýtingu almenninga, umhverfisvanda og viðhorf til eignarréttar og opinberrar stjórnunar. Íslenski hlutinn beinist að þeim breytingum sem átt hafa sér stað á síðustu árum í sjávarútvegi Íslendinga og orðræðu þeirra um auðlindir hafsins og nýtingu á þeim. Áhersla er lögð á þorskveiðar og félagsleg áhrif kvótakerfis, breytingar á skiptingu aflaheimilda og pólitísk átök og siðferðilegar deilur um viðskipti með aflaheimildir.
Verkefnið hefur hlotið styrki frá Norrænu samstarfsnefndinni um ransóknir á sviði félagsvísinda (NOS-S), Norrænu áætluninni um rannsóknir á umhverfismálum (Nordic Environmental Research Programme), Rannsóknaráði og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Niðurstöður úr sumum þáttum verkefnisins hafa verið birtar í dagblöðum hér á landi og nokkrar greinar og bókarkaflar hafa verið birtar á alþjóðavettvangi.
Þátttakendur eru frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Íslandi.
Verkefnisstjóri: Dr. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði.


Fiskifræði sjómanna
Rannsóknin fjallar um þekkingu sjómanna, einkum skipstjóra og stýrimanna, á því vistkerfi sem þeir nýta, eðli hennar og þýðingu. Áhersla er lögð á að kanna í hverju þekking sjómanna er fólgin, hvernig hennar er aflað, að hve miklu leyti viðhorf til hennar hafa breyst undanfarna áratugi, hvernig hún nýtist við stjórn fiskveiða um þessar mundir og hvort nýta mætti hana betur en nú er gert. Gagna er aflað með viðtölum og þátttökuathugun, einkum í Vestmannaeyjum og Sandgerði, en einnig er stuðst við tölulegar upplýsingar og ritaðar heimildir. Niðurstöður eru bornar saman við niðurstöður rannsókna félagsvísindamanna á hliðstæðum viðfangsefnum í öðrum samfélögum. Rannsóknin hefur bæði vísindalegt og hagnýtt gildi. Henni er ætlað að stuðla að auknum skilningi á eðli starfsnáms, þekkingaröflun við fiskveiðar og hvernig megi sem best nýta alþýðlega þekkingu við stjórnun auðlinda.
Undirbúningur verkefnisins hófst árið 1994.
Rannsóknin er styrkt af RANNÍS og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og er unnin í tengslum við Rannsóknasetur Vestmannaeyjabæjar og H.Í. í Vestmannaeyjum.
Rannsóknin er í umsjón Dr. Gísla Pálssonar, prófessors í mannfræði.


Lokuð endurnýtingarkerfi í fiskeldi
Þetta verkefni hefur verið í gangi síðan 1992. Meginmarkmið þess er að kanna notagildi endurnýtingarkerfa í fiskeldi á Íslandi og aðlaga þau að eldi þeirra tegunda sem vænlegastar eru taldar til eldis hérlendis. Stefnt er að aukinni hagkvæmni með því að nýta jarðvarma til að viðhalda kjörhita til vaxtar hjá fiskunum allan eldisferilinn.
Undir regnhlíf Sjávarútvegsstofnunar eru helstu þáttakendur háskólans Lífeðlisfræðistofnun, Hagfræðistofnun og Verkfræði-stofnun, en eldisfyrirtækin Máki hf og Silfurstjarnan hf eru fulltrúar atvinnulífsins. Helstu erlendir samstarfsaðilar eru franska Hafrannsóknastofnunin (IFREMER). Þungamiðja verkefnisins hefur verið hjá Máka hf á Sauðárkróki þar sem barri er nú alinn í endurnýtingarkerfum við ca. 20°C frá hrogni uppí sláturstærð. Á þessu ári hófust einnig eldistilraunir á barra við 20 pro mille seltu hjá Silfurstjörnunni hf í Öxarfirði. Mikilvægt nýtt skref var jafnframt stigið í átt til frekari nýtingar endurnýtingartækni með undirbúningi tilraunar til að aðlaga endurnýtingarbúnað frá Máka að eldi laxfiska við 10-12°C.
Megin rannsóknasvið Fiskadeildar Lífeðlisfræðistofnunar Háskóla Íslands hefur verið að kanna áhrif uppsafnaðra úrgangsefna á líkamsstarfsemi fiska. Í því skyni hefur verið komið upp öflugu tæki til rannsókna á þolmörkum helstu úrgangsefna, litlu endurnýtingarkerfi sem hentaði vel til nákvæmnisrannsókna í lífeðlisfræði.
Markmiðið er að skilgreina þolmörk úrgangsefna, einkum ammóníaks og koldíoxíðs, hjá þeim tegundum sem mikilvægastar eru í strandeldi á Íslandi í dag, þ.e. laxfiskar, barri og lúða. Forkönnun á áhrifum ammóníaks hefur þegar farið fram hjá bleikju og barra, og þolmörk fyrir CO2 hjá lúðu hafa verið ákvörðuð. Sigurður St. Helgason var í þrjá mánuði á rannsóknastöð IFREMER við rannsóknir á þolmörkum CO2 hjá barra . Þekking á þessum þolmörkum er nauðsynleg forsenda til hönnunar á hagkvæmum endurnýtingarkerfum. Sú þekking er enn af skornum skammti, etv vegna þess að eldi þessara tegunda í heiminum í dag hefur fyrst og fremst verið í opnu kerfi í flotkvíum.


- - - -
Upplýsingakerfi skipstjóra fiskiskipa
Markmið þessa verkefnis var að þróa nýjungar Í upplýsingakerfi skipstjóra fiskiskipa. Gerð var úttekt á stöðu slÍkra upplýsingakerfa og heimilda leitað um fyrri innlend og erlend rannsóknarverkefni á þvÍ sviði. Úttektin fól Í sér greiningu á ákvarðanatöku og upplýsingum sem skipstjórn fiskiskipa byggir á. Ein helsta niðurstaða þeirrar greiningar er að ákvörðun um val á fiskimiðum er þýðingarmikil og flókin, og hefur afgerandi áhrif á afkomu útgerðar. Sú ákvörðun er Í dag byggð á reynslu skipstjórnar-manna og nýjustu upplýsingum um veiðar annarra.
Í verkefninu var þróuð frumgerð ráðgjafarhugbúnaðar fyrir val á fiskimiðum, byggð á kröfulýsingu og hönnun sem gerð var Í verkefninu. Í verkefninu fékkst heimild Hafrannsóknarstofnunar til að nýta safntölur úr aflaskýrslugögnum stofnunarinnar um fyrri veiðar til prófunar á frumgerðinni og til grunnrannsókna á spágildi þeirra gagna.
Frumgerðin staðfestir upplýsingagildi aflaskýrslugagnagrunns Hafrannsóknarstofunar og möguleika ráðgjafarhugbúnaðarins til að stuðla að hagræðingu Í rekstri fiskskipa auk þess að vera öflugt kennslutæki fyrir fiskveiðar. GrunnrannsÓknir á spágildi gagna, sem innihalda upplýs-ingar um fyrri veiðar, voru byggðar á aðferðarfræði tÍmaraðagreiningar og tauganeta. Skiluðu þær áhugaverðum niðurstöðum um eiginleika gagnanna og gefa vÍsbendingar um hvernig standa skuli að nánari rannsóknum á þessu sviði.
Niðurstaða verkefnisins er Í stuttu máli sú að gögn um fyrri veiðar, sem geymd eru hjá HafrannsÓknarstofnun, innihalda upplýsingar sem gagnlegar eru Íslenskum skipstjórnarmönnum við ákvarðanatöku. Úrvinnsla þeirra gagna og notkun niðurstöðu hennar getur skilað hagræðingu Í rekstri fiskiskipa og aukið skilning á mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar.
Verkefnið var styrkt af Tæknisjóði Rannsóknarráðs Íslands. Að verkefninu stóðu Radiomiðun hf og Verkfræðideild HáskÓla Íslands. Páll Jensson, prÓfessor var verkefnisstjÓri. Starfsmaður verkefnisins var Kristján Guðni Bjarnason sem nú hefur lokið meistaranámi við Verkfræðideild HÍ, og var MS-verkefni hans byggt á þessu verkefni.

Management of high sea fisheries
ísl. verkefnisstjóri: Dr. Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði.

Samstarf Háskóla Íslands og Vestmannaeyja
Samstarf Vestmannaeyjabæjar og Háskóla Íslands um rekstur rannsóknaseturs í Vestmannaeyjum hófst í ágúst 1993.
- - - -
Umsjón með meistaranámi í sjávarútvegsfræðum
Við HÍ hefur verið boðið meistaranám í sjávarútvegsfræðum frá hausti 1994, en þá hófu tveir nemendur nám til reynslu. Nú stunda 7 meistaranemar nám í sjávarútvegsfræðum við HÍ. Um er að ræða 60 eininga, eða amk tveggja ára, þverfaglegt nám, sem samanstendur að hálfu af námskeiðum, en að hálfu af vinnu að rannsóknarverkefni. Sjst sér um skipulagningu og útfærslu námsins, stýrir þróun þess í samvinnu við stjórn, hefur umsjón með framkvæmd, hýsir nemendur með lesaðstöðu og fundarherbergi til kennslu, gefur upplýsingar og tekur við umsóknum nemenda, fylgist með námsframvindu hvers nemanda, er tengiliður milli nemenda og kennara, sér um kynningar á náminu í fjölmiðlum o.s.frv.
Til meistaranáms í sjávarútvegsfræðum er veitt 1 milljón króna á ári. Af þeirri fjárhæð renna 500 þúsund til Sjst. vegna umsjónar námsins.
Meistaranámið var kynnt á námskynningu HÍ í Landsbókasafni-Háskólabókasafni 10. mars.

Útgáfur
Export or Die, The Icelandic Fishing Industry:
the nature and behaviour of its export sector.
Arnar Bjarnason 1-335, Sjávarútvegsstofnun HÍ 1996.

Sjávarafurðir á Japansmarkaði: Niðurstöður markaðsathugana.
Lokaskýrsla verkefnisins Gjafavörur á Japansmarkað.
Þorvaldur Pétursson & Örn D. Jónsson.
1-31, Sjávarútvegsstofnun HÍ 1996. (???)


Ráðstefnur, málþing og fundir

• Lífríki hafsins og fiskveiðar Íslendinga
19. mars 1996, málþing í samvinnu við Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands.
Erindi fluttu Ásgeir Daníelsson,Einar Hreinsson, Grímur Valdimarsson, Guðni Þorsteinsson, Gunnar Stefánsson, Hjálmar Vilhjálmsson, Ólafur Ástþórsson, Unnsteinn Stefánsson og Þórður Friðjónsson. Ráðstefnustjór-ar voru Pétur Stefánsson og Páll Á Jónsson, en umræðum stjórnuðu Guðrún Pétursdóttir og Þórður Ásgeirsson

• Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning (NAF) fundaði um styrkumsóknir í Kaupmannahöfn 10 maí 1996

• Opinn fyrirlestur James Wilsons prófessors í auðlindahagfræði við Orono háskóla í Maine USA var fluttur 24. maí 1996, í tengslum við ráðstefnu sem hófst daginn eftir. Prófessor Wilson fjallaði um fiskveiðistjórn í Maine, og nefndi fyrirlesturinn "The Maine Initiative".

• Social Implications of Quota Systems in Fisheries
Fjölþjóðleg ráðstefna haldin í Vestmannaeyjum 25-26 maí 1996.
Sjávarútvegsstofnun sá um skipulagningu og útfærslu undir stjórn Dr. Gisla Pálssonar prófessors í mannfræði.
Flutt var 21 erindi, en 30 fræðimenn sóttu ráðstefnuna frá Bandaríkjunum, Kanada og Norðurlöndum. Ráðstefna var studd af Norrænu ráðherranefndinni og Beijer Institut í Stokkhólmi. Í kjölfar ráðstefnunnar var hafin ritstjórn erindanna með bókarútgáfu í huga og er bókin væntanleg innan skamms.

• Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning (NAF)
hélt árlegan vinnufund sinn á Höfn í Hornafirði 25-30 ágúst 1996. Skipulagning og útfærsla fundarins var í hönndum Rannsókarstofnunar fiskiðnaðarins og Sjávarútvegsstofnunar HÍ.

• Ráðstefna um bætta samkeppnisstöðu Íslands
Forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar var fundarstjóri á Ráðstefnu um bætta samkeppnisstöðu Íslands, sem haldin var 26. september 1996 á vegum Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis.

• ráðstefna um Útahfsveiðar Íslendinga
Forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar var ráðstefnustjóri á opinni ráðstefnu um Útahfsveiðar Íslendinga, sem haldin var 25. október 1996.

• Ráðstefnan Kvalitet, magt og marked
var haldin í Sörup Herregård, utan við Kaupmannahöfn 31. okt og 1. nóv. 1996 á vegum Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning (NAF), og átti forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar sæti í undirbúningsnefnd og stýrði fundum á ráðstefnunni.


Námskeið

Arctic Biology
Sjávarútvegsstofnun HÍ og Líffræðistofnun HÍ undirbjuggu og stóðu fyrir sumarskóla 1996 í samvinnu við Sumarskóla Kaupmannahafnarháskóla (DIS, Denmark´s International Study Programme). Um var að ræða 6 vikna námskeið, Arctic Biology, sem sniðið var að þörfum líffræðinema í Bandaríkjunum. Námskeiðið stóð frá 16. júní til 27. júlí og sóttu það 12 nemendur. Fjöldi háskólakennara og annarra sérfræðinga kenndi og voru farnar vinnuferðir m.a. til Vestmannaeyja og að Skaftafelli. Framkvæmd námskeiðsins gekk mjög vel og hlaut námskeiðið bestu einkunn allra námskeiða í meira en 40 ára sögu DIS. Áformað er að halda þessu samstarfi áfram og er hafinn undirbúningur að svipuðu námskeiði sumarið 1997.

North Atlantic Islands Programme Summer Institute
var haldið við Institute of Island Studies, UPEI, Charlottetown, Prince Edward Island 1.-11. ágúst 1997. Forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar átti sæti í undirbúningsnefnd sumarskólans og aðstoðaði við framkvæmd. Um 50 manns tóku þátt í skólanum, sem þótti takast með prýði.

Nýjar aðferðir við fiskveiðistjórn
Í samvinnu við Endurmenntunarstofnun HÍ undirbjó Sjávarútvegsstofnun námskeið um Nýjar aðferðir við fiskveiðistjórn, sem prófessor Ralph Townsend kenndi 4. og 5. nóvember. Professor Townsend var í rannsóknarleyfi við viðskipta- og hagfræðideild haustið 1996.


Tekið á móti erlendum og innlendum gestum

• Sjávarútvegsstofnun gekkst fyrir fundi 31. janúar þar sem Wilhelm Brügge framkvæmdastjóri sjávarútvegsrannsókna-sviðs Evrópusambandsins kynnti starfsemi þess fyrir ýmsum áhugamönnum um sjávarútvegsrannsóknir.

• Sjávarútvegsstofnun tók á móti Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra og fylgdarliði hans, sem heimsóttu Háskóla Íslands 2. febrúar.

• Nemendur fiskvinnsluskólans á Dalvík heimsóttu Sjávarútvegsstofnun 28. febrúar og var þeim kynnt starfsemi stofnunarinnar og meistaranámið í sjávarútvegsfræðum.

• Franski sendiherrann S.E. Robert Cantoni heimsótti Sjávarútvegsstofnun ásamt fylgdarliði. Var starfsemi stofnunarinnar kynnt og rannsóknir á sviði sjávarútvegsfræða við Háskólann ræddar með áherslu á möguleika á aukinni samvinnu við franska vísindamenn. Kristján Guðni Bjarnason, MSc nemi í sjávarútvegsverkfræði kynnti sérstaklega lokaverkefni sitt um tölvuvætt aflaspárkerfi við skipstjórnendur, en það er að hluta unnið í samvinnu við franskt fyrirtæki.

• Í september 1996 kom 5 manna sendinefnd nemenda og kennara frá Tokyo Ocean University í 10 daga heimsókn, frá 17-28 september. Fyrir hópnum fóru Dr. Munehiko Tanaka og Dr. Toshiaki Oshima. Sjávarútvegsstofnun sá um undirbúning og framkvæmd dagskrár heimsóknarinnar. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir voru heimsótt bæði í Reykjavík og nágrenni og norðan heiða. Valgeir Baldursson viðskiptafræðingur hjá Atvinnuþróun-arnefnd Norð-vesturlands var leiðsögumaður hópsins á ferð hans um Norðurland, þar sem Háskólinn á Akureyri skipulagði meðal annarra dagskrá.
Málþing um matvælalrannsóknir hér á landi og í Japan var haldið í samvinnu við Matvælafræðiskor.

• Í september 1996 gekkst Sjávarútvegsstofnun fyrir vinnufundi um BioIce verkefnið og móttöku í Skólabæ fyrir starfskonur verkefnisins og norska samstarfsmenn frá Háskólanum í Bergen, sem dvöldust við Rannsóknar-setrið í Sandgerði um nokkurra vikna skeið.

• Sjávarútvegsstofnun skipulagði heimsókn sjávarútvegsráðherra Namibíu og fylgdarliðs til H.Í. Í kjölfar heimsóknarinnar sótti aðstoðarmaður ráðherra um skólavist við H.Í.

• Tekið var á móti Fisheries Officer og gæðastjórnanda Fiskistofu Gambíu. Lögð voru á ráð um aðstoð H.Í. við menntun í sjávarútvegsfræðum í Gambíu, einkum er varðar gæðamál.


Fjármál Sjávarútvegsstofnunar

Starfsemi Sjávarútvegsstofnunar óx hratt fyrstu árin en hefur síðastliðin þrjú ár verið nokkuð stöðug, sé litið til heildartekna. Stofnunin fer með umsýslu fjármála flestra rannsóknarverkefna sem hún tekur þátt í. Rekstur stofnunarinnar sjálfrar er fjármagnaður annars vegar af fjárveitingum til H.Í. og hins vegar af ýmsum sértekjum frá fyrirtækjum, stofnunum og innlendum og erlendum rannsóknasjóðum.


Útgáfur

1990
Þorkell Helgason, Örn D. Jónsson (ritstj.): Hagsæld í húfi.
Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan,
Reykjavík 1990.

1991
Noralv Veggeland (ritstj.): Når fisken svigter.
NordRefo, Akademisk forlag,
Kaupmannahöfn 1991.

Ragnar Árnason, Trond Björndal (ritstj.):
Essays on the Economics of Micratory Fish Stocks.
Springer Verlag,
Berlin 1991.


1992
Snjólfur Ólafsson, Þorkell Helgason, Stein W. Wallace,
Ebba Þóra Hvannberg (ritstj.):
Nordic Fisheries Management Model - Comprehensive Description.
Nordiske Seminar og Arbejdsrapporter, 1992:501,
Kaupmannahöfn 1992.

Örn D. Jónsson (ritstj.): Whales & Ethics.
Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan,
Reykjavík 1992.

Gísli Pálsson, Ragnar Árnason, Örn D. Jónsson (ritstj.):
Stjórn fiskveiða og skipting fiskveiðiarðsins.
Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan,
Reykjavík 1992.

Bjørn Hersoug (ritstj.): Fiskerinæringens hovedtrekk
Landsanalyser av Danmark, Færøyene, Grønland, Island og Norge.
Nord 1992:30,
Kaupmannahöfn 1992.


1993
Kjartan Magnússon, Örn D. Jónsson (ritstj.):
Nordic Workshop on Predation Processes and Predation Models.
Nordiske Seminar og Arbejdsrapporter, 1993:572,
Kaupmannahöfn 1993.


1994
Stein W. Wallace, Snjólfur Ólafsson (ritstj.):
The Nordic Fisheries Management Model - Description and Experience.
Nord 1994:4,
Kaupmannahöfn 1994.


1995
Guðrún Pétursdóttir, Ágústa Guðmundsdóttir og Grímur Valdimarsson:
Matvæla- og sjávarútvegsgarður.
Háskóli Íslands og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, 1995.

Styrkjakerfi Evrópusambandsins og samkeppnisstaða íslensks sjávarútvegs.
Í Ísland og Evrópusambandið. Skýrslur fjögurra stofnana Háskóla Íslands.
Háskólaútgáfan, 1995.

1996
Arnar Bjarnason :
Export or Die, The Icelandic Fishing Industry:
the nature and behaviour of its export sector.
Sjávarútvegsstofnun HÍ 1996.

Þorvaldur Pétursson & Örn D. Jónsson:
Sjávarafurðir á Japansmarkaði: Niðurstöður markaðsathugana.
Lokaskýrsla verkefnisins Gjafavörur á Japansmarkað.
Sjávarútvegsstofnun HÍ 1996.